Endurskoðun landsskipulagsstefnu
Í samræmi við breytingar sem gerðar voru á umgjörð landsskipulagsstefnu með lögum nr. 30/2023 um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, er landsskipulagsstefna unnin til 15 ára í senn og aðgerðaáætlun til fimm ára.
Landsskipulagsstefna er unnin eftir sporbaugi stefnumótunar stjórnarráðsins sem felst í gerð stöðumats sem kynnt er í grænbók og mótun stefnu sem kynnt er í hvítbók.
Nánari upplýsingar um hvert skref má nálgast á vef stjórnarráðsins.