Framfylgdarverkefni fyrri stefnu

Landsskipulagsstefna 2015-2026 tilgreindi ýmis verkefni sem stjórnvöldum var falið að vinna að. Af þeim verkefnum var vinna hafin eða lokið við eftirfarandi verkefni. Hér má nálgast afurðir sem urðu til við þá vinnu. 

Kortlagning víðerna

Verkefni um kortlagningu víðerna var tilgreint í grein 1.1.4 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar var Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun falið að hafa forgöngu um að reglulega liggi fyrir uppfærð kort af umfangi og þróun víðerna á miðhálendinu. Í því fólst að ákveða viðmið fyrir mat á umfangi víðerna út frá skipulagssjónarmiðum og að hafa uppfærð kort um umfang víðerna aðgengileg fyrir skipulagsvinnu sveitarfélaga og annarra aðila.

Gögn:

Kortlagning mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu

Verkefni um kortlagningu mannvirkja og þjónustu á hálendinu var tilgreint í grein 1.2.2 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar var Skipulagsstofnun í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á hálendinu falið að hafa forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á hálendinu. Kortlagningunni var ætlað að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki, húsakost og framboð þjónustu á hálendinu sem myndi nýtast við næstu endurskoðun landsskipulagsstefnu. Kortlagningin myndi einnig nýtast við vinnslu annarra framfylgdarverkefna landsskipulagsstefnu, svo sem greiningu víðerna, mat á þörf fyrir uppbyggingu ferðaþjónustumannvirkja og nánari stefnumótun um vegakerfi miðhálendisins.

Gögn:

Skipulag vindorkunýtingar

Verkefni um skipulag vindorkunýtingar er tilgreint í grein 2.5.2 í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er Skipulagsstofnun falið að standa fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um skipulagsmál og umhverfismat vindorkunýtingar í samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir.

Gögn: