Skjöl

Samþykkt stefna

Þingsályktunum landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 ásamt nefndaráliti með breytingartillögum.

Skjö úr ferli við mótun stefnunnar

Hér er að finna helstu skjöl úr ferli við mótun tillögu að landsskipulagsstefnu 2024-2038 ásamt aðgerðaáætlun.

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu var lögð fram á Alþingi í nóvember 2023.

Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028

Hvítbók

Hvítbók var lögð fram á samráðsgátt stjórnvalda í september 2023. Hvítbók lýsti drögum að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu til 15 ára ásamt aðgerðaáætlun. Þar voru sett fram markmið og lykilviðfangsefni ásamt áherslum og framfylgdarákvæðum til að vinna að framfylgd stefnunnar. Endurskoðunin var unnin með hliðsjón af gildandi landsskipulagsstefnu, áherslum innviðaráðherra og samráði við sveitarfélög og íbúa þeirra, ráðuneyti og aðra hagaðila. Drögum að hvítbók fylgdu umhverfismat stefnunnar og greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála sem nálgast má á samráðsgátt ásamt innsendum umsögnum.

Grænbók

Í grænbók um skipulagsmál, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í júlí 2023, var lagður grunnur að endurskoðun landsskipulagsstefnu með greiningu á stöðu skipulagsmála og lykilviðfangsefna stefnunnar auk þess sem sett var fram tillaga að framtíðarsýn og drög að áherslum við endurskoðun landsskipulagsstefnu. Samhliða grænbók voru drög að greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu kynnt og hún síðan unnin áfram samhliða endurskoðun landsskipulagsstefnu. Nálgast má grænbók, fylgiskjöl og þær umsagnir sem bárust á kynningartíma grænbókar á samráðsgátt.