18.3.2015

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 til umhverfis- og auðlindaráðherra

Umsögn Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir fylgja tillögunni ásamt forsenduskýrslu og umhverfismati

Umsögn Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir fylgja tillögunni ásamt forsenduskýrslu og umhverfismati

Í október 2013 fól umhverfis- og auðlindaráðherra Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu. Tillagan liggur fyrir og áætlað er að hún verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026 á yfirstandandi þingi. Tillöguna ásamt fylgiskjölum er að finna hér að neðan.

Stofnunin hefur jafnframt tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. Þar er að finna yfirlit yfir þá sem sendu inn umsagnir og athugasemdir, samantekt athugasemda og efnisleg svör við þeim. Alls bárust 73 bréf á kynningartímanum og vill Skipulagsstofnun færa öllum þeim sem lögðu fram umsagnir og athugasemdir þakkir fyrir þeirra framlag.

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 til umhverfis- og auðlindaráðherra

Fylgiskjöl tillögunnar:

 

 

 

Framkomnar athugasemdir við tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026