1.8.2012

Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags

Drög að greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags til kynningar

Skipulagsstofnun hefur tekið saman drög að greinargerð um stöðu skipulags haf- og strandsvæða á Íslandi og í nágrannalöndum okkar.

Skipulagsstofnun hefur tekið saman drög að greinargerð um stöðu skipulags haf- og strandsvæða á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Gerð er frumgreiningu á árekstrum notkunar og nýtingar við verndarsjónarmið á hafsvæðum við Ísland, sem byggir á gögnum sem ýmsar stofnanir lögðu til. Greiningin fjallar um árekstra almennt og einnig á tveimur afmörkuðum svæðum, þ.e. við Suðurland (hugsanleg málmvinnsla á hafsbotni) og í sunnanverðum Faxaflóa (efnistaka). Ályktað er hvar helstu áskoranirnar eru við landið varðandi skipulag á notkun og nýtingu. Að endingu er tillaga um hvernig stíga megi næstu skref til undirbúnings skipulags haf- og strandsvæða.

Hægt er að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við drögin hér eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is,  fyrir 1. sept. næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að þeim sem gera athugasemdir verði svarað sérstaklega, en athugasemdirnar verða birtar hér á heimasíðunni og þær nýttar við gerð tillögu að landsskipulagsstefnu.