Dagskrá samráðsfundar 17. ágúst 2012
Samráðsfundur um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024
Skipulagsstofnun heldur samráðsfund 17. ágúst næstkomandi að Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðahótelinu) þar sem fjallað verður um drög að landsskipulagsstefnu.
Skipulagsstofnun heldur samráðsfund 17. ágúst næstkomandi að Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðahótelinu) þar sem fjallað verður um drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna komu sína í netfangið einar@skipulagsstofnun.is í síðasta lagi daginn fyrir fund. Dagskráin ber keim af „opnu húsi“ en markmiðið er að sem flestir hafi möguleika á að líta við og kynna sér málið og eftir atvikum taka þátt í umræðum. Kynning á drögum verður send út hér á netinu. Dagskráin er eftirfarandi:
Dagskrá:
10.00 – 12.00. Opið hús. Veggspjöld og önnur gögn liggja frammi og starfsmenn Skipulagsstofnunar veita upplýsingar á staðnum.
13.00 – 14.30. Kynning. Drög að stefnu um miðhálendið, búsetumynstur og skipulag haf- og strandsvæða verða kynnt ásamt umhverfisskýrslu.
13.00 – 13.05. Setning fundar. Stefán Thors Skipulagsstofnun.
13.05 – 13.10. Fundarstjóri og dagskrá. Sigríður Auður Arnardóttir umhverfisráðuneyti.
13.10 – 13.30. Stefna um skipulagsmál á miðhálendi Íslands. Einar Jónsson Skipulagsstofnun.
13.30 – 13.50. Stefna um búsetumynstur. Stefán Thors Skipulagsstofnun.
13.50 – 14.10. Skipulag á haf- og strandsvæðum. Hafdís Hafliðadóttir Skipulagsstofnun.
14.10 – 14.30. Umhverfismat landsskipulagsstefnu Björn H. Barkarson VSÓ.
14.30 – 14.45. Kaffihlé.
14.45 – 15.40. Hringborðsumræður. Fundarmenn geta valið að taka þátt í umræðum um miðhálendið, búsetumynstur eða skipulag haf- og strandsvæða.
• Miðhálendið. Stjórnandi umræðu Matthildur Kr. Elmarsdóttir.
• Búsetumynstur. Stjórnandi Árni Geirsson.
• Skipulag á haf- og strandsvæðum. Stjórnandi Hafdís Hafliðadóttir.
15.40 – 16.00. Niðurstöður umræðuhópa.
16.00. Fundarslit.