5.11.2012

Minnum á frest til að skila athugasemdum við tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

Frestur til 20. nóvember 2012

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillöguna og umhverfismat hennar en þær þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 eigi síðar en 20. nóvember 2012 eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is.

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsir Skipulagsstofnun hér með tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Landsskipulagsstefna 2013-2024 - Tillaga til auglýsingar

Tillagan verður lögð fyrir Alþingi til þingsályktunar en hún varðar:

a) Skipulagsmál á miðhálendi Íslands

b) Búsetumynstur og dreifingu byggðar

c) Skipulag á haf- og strandsvæðum

Fylgiskjöl tillögunnar sem einnig er hægt að nálgast á http://www.landsskipulag.is/ eru:

1. Yfirlit yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun

2. Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála

3. Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags

4. Skýrsla um ferðamennsku á miðhálendi Íslands


Tillagan ásamt fylgiskjölum liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 og í Þjóðarbókhlöðunni.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillöguna og umhverfismat hennar en þær þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 eigi síðar en 20. nóvember 2012 eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is.

 

Nánari upplýsingar veitir Einar Jónsson hjá Skipulagsstofnun einar@skipulagsstofnun.is