14.1.2014

Ráðgjafarnefnd skipuð vegna landsskipulagsstefnu 2015-2026

Nefndin verður ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við mótun tillögunnar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026, samkvæmt reglugerð um landsskipulagsstefnu. Nefndin mun koma til fundar á næstu vikum og fundar reglulega meðan vinna við landsskipulagsstefnu stendur yfir

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026, samkvæmt reglugerð um landsskipulagsstefnu. Nefndinni er ætlað að vera Skipulagsstofnun og ráðherra til ráðgjafar og samráðs við gerð lýsingar ásamt vinnslu tillögu að landsskipulagsstefnu. Nefndin er þannig skipuð:

  • Sigríður Auður Arnardóttir, formaður ráðgjafarnefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
  • Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt, skipaður án tilnefningar
  • Sigríður Kristjánsdóttir, lektor, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Helga Barðadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Albertína F. Elíasdóttir, skipuð áheyrnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti
  • Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti.

Nefndin mun koma til fundar á næstu vikum og fundar reglulega meðan vinna við landsskipulagsstefnu stendur yfir. Skipulagsstofnun væntir mikils af samstarfi við nefndina í þeim verkefnum sem eru framundan.