Kynning á niðurstöðum valkostagreiningar og umhverfismats
Samráðsfundur 15. ágúst á Hótel Reykjavík Natura
Haldinn verður samráðsfundur í tengslum við gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026 15. ágúst kl. 14.00 til 17.00 á Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Haldinn verður samráðsfundur í tengslum við gerð landsskipulagsstefnu 15. ágúst kl. 14.00 til 17.00 á Hótel Reykjavík Natura. Á fundinum verður kynnt skýrsla um greiningu valkosta og umhverfismat (umhverfisskýrsla). Nánari dagskrá og tilhögun fundarins verður kynnt síðar.
Áætlað er að umhverfisskýrslan auk forsendugreiningar verði aðgengilegar á netinu um miðjan júlí og hægt verður að koma á framfæri athugasemdum við umhverfisskýrsluna frá þeim tíma og fram yfir kynningu sem verður 15. ágúst eins og fyrr segir.
Um er að ræða tilfærslu á fyrirhuguðum fundartíma en samkvæmt verkáætlun var stefnt að almennri kynningu á forsenduskýrslu og umhverfismati í byrjun júní. Þessi breyting er vegna þess að vinna við forsenduskýrslur hefur reynst umfangsmeiri en áætlað var.