Fylgjast með
Landsskipulagsstefna er unnin eftir sporbaugi stefnumótunar stjórnarráðsins sem felst í gerð stöðumats sem kynnt er í grænbók og mótun stefnu sem kynnt er í hvítbók. Almenningi og öðrum hagaðilum gefst kostur á að fylgjast með framvindu ferlisins og setja fram sín sjónarmið þegar grænbók og hvítbók eru lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Á vef landsskipulagsstefnu er vakin athygli á þegar auglýstar hafa verið tillögur til kynningar og athugasemda á samráðsgátt.